top of page

Þar bjuggu
Stefanía Jónína Guðmundsdóttir
og Theódór Kristjánsson

download.jpg

Um Stefaníu og Theódór

Theódór Kristjánsson fæddist á Svangrund í Enghlíðarhreppi 29. ágúst 1900. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson og Ragnhildur Guðmannsdóttir sem voru bænur á Svangrund. Þau fluttu síðar að Ytra Hóli. 

Ragnhildur móðir hans lést ung og heimilið leystist upp og börnunum

523907_414273688602712_216080957_n.jpg

var komið fyrir hjá ættingjum og Thedór fór að Krossanesi á Vatnsnesi. Hann sótti síðar vertíðar í Grindavík og Vestmannaeyja.

Fyrsu búskaparárin
Þegar Stefanía kynntist sínum manni Theódór hófu þau sinn búskap í svokölluðu Hannahúsi og fluttu síðan seinna með börnin sín þrjú í Böðvarshús, en áður höfðu þau misst sitt 

fyrsta barn Guðmann að nafni. Í Böðvarshúsi bjó líka önnur fjölskylda og þrátt fyrir lítið pláss gekk þetta allt vel.

Theódór vann almenna verkamannavinnu s.s. vegavinnu, í viðgerðum hjá Símanum oft í slæmum veðrum og síðan vann hann í mörg ár í Mjólkurstöðinni.

193011_1725825298506_981398_o.jpg

Stefanía Jónína Guðmundsdóttir fæddist að Litlu Giljá í Þingi þann 1. febrúar 1904. Foreldrar hennar Guðmundur Hjálmarsson og Margrét Sigurlaug Eiríksdóttir voru þar í húsmennsku og hún var skírð eftir hjónunum sem þar bjuggu. Stefanía var fjórða og yngsta barn foreldra sinna. 

Skanni_20201011 (3).jpg

gripahúsum. Ekki er vitað í dag hvað bústofninn var stór, en foreldrar Stefaníu áttu geitur. Stefanía var svo lánsöm að fá að alast upp með sínum foreldrum. 

Snemma fór hún að vinna fyrir sér í kaupavinnu yfir sumarið, en á vetrum vann hún á heimili foreldra sinna, við þvotta hjá þeim sem þurftu þess með og í sláturhúsinu að haustin þar til hún fór að búa.

Skanni_20201011 (2).jpg

Byrjað að búa í Brúarlandi
Á árinu 1936 byggja Stefanía og Theódór timburhús við litlu baðstofuna á Brúarlandi og fluttu þar inn í júli eða ágúst. Þann 4. september sama ár fæðist Ragnhildur á Brúarlandi. Fljótlega eftir að flutt var inn í Brúarland fóru þau að búa með kindur, kýr, hænur og hross. Stefanía var mikill dýravinur og var því vel hugsað um dýrin. Hún fékk á þessum tíma gæsarunga sem varð í miklu uppáhaldi hjá henni, en með aldrinum fór gæsin að verða heimrík, sýndi goggin og elti fólk og varð því að hverfa.

Nánar um Stefaníu
Stefanía var alltaf mjög trúuð kona og kunni mikið af ljóðum og vísum. Hennar uppáhaldssöngvari var Jóhann Konráðsson faðir Kristjáns stórsöngvara. Einnig hélt hún mikið upp á Gautlandsbræður frá Siglufirði og dáði mikið stórskáldið Davíð Stefánsson. Það var alltaf hefð hjá henni að hlusta á sunnudags messuna og syngja með og þá þurftu börnin að hafa hægt um sig.

Indi Stefaníu var að gera handavinnu, en það var oft lítill tími frá bústörfunum. Fatasaumur lék í höndunum á henni. Til að drýgja tekjurnar prjónaði hún lopapeysur og seldi og var yfirleitt vöknuð kl. 05:00 til að byrja að prjóna. Þessar peysur voru mjg eftirsóttar.

Stefanía var mikil og góð móðir, eiginkona, amma og tengdamóðir og vildi alltaf öllum hið besta í lífinu. Theódór var mikill sjúklingur síðustu æfiárin og lést að heimili sínu aðeins 65 ára að aldri. Eftir andlát hans bjó Stefanía hjá Guðmundi syni sínum og fjölskyldu þar til hún flutti á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Hún hafði alltaf gott mynni og mundi alla afmælisdaga barna sinna, barnabarna og tengdabarbarna. Síðustu árin var hún meira og minna rúmliggjandi og andaðist á Héraðshælinu þann 12. janúar 1982 77 ára að aldri.

Fjölskyldan futti síðan að Þorbrandsstöðum í Langadal, ekkert lang fyrir utan Geitaskarð og þar stendur í dag reysulegur sumarbústaður. Á árinu 1912 flutti fjölskyldan síðan til Blönduós og byggður var bærinn Brúarland á bökkum árinnar Blöndu. Þetta var ein bæjarbúst, eldhús og eithvað af

Showreel

Myndir

Photos
Contact
bottom of page